Erlent

Stálu „Arbeit Macht Frei“ skiltinu

MYND/AP

Hinu alræmda skilti sem nasistar settu upp við innganginn að Auschwitz útrýmingarbúðunum í Póllandi hefur verið rænt. Á skiltinu, sem er úr járni, stendur „Arbeit Macht Frei", eða „Vinnan veitir þér frelsi". Því var stolið snemma í morgun og hefur þjófnaðurinn vakið hörð viðbrögð og sagði talsmaður Helfararsafnsins í Ísrael uppátækið jafngilda stríðsyfirlýsingu.

Rúmlega milljón manns létu lífið í fangabúðunum og voru 90 prósent þeirra gyðingar. Að sögn lögreglu þarf að minnsta kosti tvo til þess að ná skiltinu niður en það er fimm metra langt og um 40 kíló að þyngd. Talið er að nýnasistar hafi staðið að því að stela skiltinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×