Innlent

Forstjóri Landhelgisgæslunnar: Þarf að skera niður um 300 milljónir

Helga Arnardóttir skrifar
Þyrlan sem verður hugsanlega skilað.
Þyrlan sem verður hugsanlega skilað.

Landhelgisgæslan íhugar að reka aðeins tvær björgunarþyrlur í stað þriggja í sparnaðarskyni. Miklar gengisbreytingar hafa farið verst með rekstur gæslunnar og þarf að skera niður um 300 milljónir króna á næsta ári. Forstjóri gæslunnar segir ennþá ekkert ákveðið en fækkun þyrla yrði einn af síðustu kostum öryggisins vegna.

Miklar gengisbreytingar hafa farið verst með um rekstur landhelgisgæslunnar þar sem mikil útgjöld hennar eru í erlendri mynt vegna leigusamninga við erlenda samstarfsaðila.

Embættið þarf að spara um 10% af rekstrinum eða um 300 milljónir króna á næsta ári. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að sú upphæð gæti ef til vill orðið hærri vegna gengisbreytinga. Verið sé að kanna hvar hægt sé að skera niður og draga úr starfsemi. Fækkun björgunarþyrla komi til greina.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru notaðar jafnt til öryggis- og löggæslu og í leitar- og björgunarflug. Gæslan á eina þyrlu sem kallast TF-LÍF og svo leigir hún tvær til viðbótar. Önnur þeirra er sömu tegundar og TF-LÍF en TF-Eir sem hefur verið notuð í tæp þrjú ár er örlítið minni. Georg segir slæmt að þurfa fækka þyrlum öryggisins vegna en það yrði engu að síður allra síðasti kostur í stöðunni.




Tengdar fréttir

Landhelgisgæslan hyggst skila björgunarþyrlu

Landhelgisgæslan mun aðeins reka tvær björgunarþyrlur á næsta ári og verður minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, skilað samkvæmt heimildum Víkurfrétta úr Stjórnarráðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×