Innlent

Björgvin: Málþófið óþolandi

Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Hart var tekist á um Icesave á Alþingi í morgun og hvort að halda ætti þingfund fram á kvöld. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði boð stjórnarandstöðunnar um hleypa brýnum málum á dagskrá en taka Icesave málið til hliðar. Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði málþóf stjórnarandstöðunnar óþolandi.

Björgvin sagði í krafti nýrri þingskapa tekið meirihlutann á Alþingi í gíslingu. „Ég legg hér með formlega til að forseti haldi hér þingfund sleitulaust þangað til að mælendaskrá er tæmd." Ekki væru nefndarfundir á dagskrá í fyrramálið og því væri vel hægt að halda fundi áfram þangað til málþófi stjórnarandstæðunnar ljúki.

Þingmenn samþykktu að annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave verði rætt á kvöldfundi. Atkvæði féllu þannig að 31 þingmenn samþykktu kvöldfundinn og 16 greiddu atkvæði gegn því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×