Erlent

Bagdad jarðsetur börnin sín

Óli Tynes skrifar

Að minnsta kosti eitthundrað fimmtíu og fimm létu lífið og yfir sjöhundruð særðust í árásum á tvær stjórnsýslubyggingar í Bagdad. Þetta eru mannskæðustu árásir sem gerðar hafa verið í landinu í tvö ár.

Enginn hefur enn lýst ódæðinu á hendur sér. Hinsvegar hafa risastórar bílsprengjur hafa verið nánast einkennismerki súnní múslima sem berjast gegn ríkisstjórninni sem er að mestu skipuð sjía múslimum. Súnnítar réðu lögum og lofum í landinu í tíð Saddams Hussein. Árásirnar eru mikið áfall fyrir ríkisstjórnina þar sem árásum hefur sífellt verið að fækka síðan innbyrðis stríð þessara múslimafylkinga stóð sem hæst árin 2006 og 2007.

Margir írakar eru reiðir vegna þessara árása og telja þær til marks um slaka öryggisgæslu.

Þeir hafa áhyggjur af því hvað gerist þegar bandarískar hersveitir yfirgefa landið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×