Innlent

Segir Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV

Björn Bjarnason þykir Egill Helgason ekki nógu hlutlaus.
Björn Bjarnason þykir Egill Helgason ekki nógu hlutlaus.

Fyrrum dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, segir sjónvarpsmanninn Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV, þar sem hann heldur úti sívinsælum þætti sínum, Silfur Egils.

Björn sakar hinn geðþekka sjónvarpsmann um hlutdræga afstöðu til manna og málefna og að það gerir hann óhæfan til þess að stjórna þætti um þjóðmál á Ríkisútvarpinu, sem lýtur lögum um hlutleysi.

„Lögleysan í kringum þátt Egils, verður ekki afsökuð með því, að hann sé einhver öryggisventill fyrir almenningsálitið, sem annars brytist fram á enn hroðalegri hátt en í nafnlausri illmælgi á bloggsíðu Egils," segir Björn sem einnig var menntamálaráðherra á tíunda áratugnum en RÚV heyrir undir menntamálaráðuneytið.

Björn spyr svo að lokum: „Hver hefur heimild til að leysa Egil Helgason undan lögum um ríkisútvarpið? Páll Magnússon, útvarpsstjóri? Sé svo, ætti hann að sýna eigendum RÚV hana."


Tengdar fréttir

Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“

Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×