Erlent

Árás á lögreglustöð í Peshawar

Særður maður borinn burt Árás á lögreglustöð í Peshawar kostaði þrettán manns lífið.nordicphotos/AFP
Særður maður borinn burt Árás á lögreglustöð í Peshawar kostaði þrettán manns lífið.nordicphotos/AFP
Pakistan, AP Þrír sjálfsvígsárásarmenn réðust vopnaðir sprengjum á lögreglustöð í Peshawar í Pakistan í gær, daginn eftir að sprengjuárásir voru gerðar á fjórar lögreglustöðvar í landinu. Árásin kostaði þrettán manns lífið.

Peshawar er stærsta borgin í norðvesturhluta landsins, þar sem talibanar og aðrir uppreisnarhópar hafa látið til sín taka undanfarið. Alls hafa meira en 150 manns farist í sprengjuárásum í Pakistan síðustu tólf daga.

Pakistanski herinn gerði í gær harðar loftárásir á stöðvar talibana í Suður-Waziristan og segist hafa fellt þar tugi manna.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×