Enski boltinn

Gillett tilbúinn að selja sinn hlut í Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
George Gillett
George Gillett Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum dagblaðsins Daily Mirror mun George Gillett, annar aðaleigandi Liverpool, vera á leiðinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í dag til viðræðna við Prinsinn Faisal bin Fahd um sölu á sínum hlut í enska úvalsdeildarfélaginu.

Fjárfestingarfyrirtakið F6 Sports sem er í eigu Fahd skrifaði undir viljayfirlýsingu við Gillet í síðasta mánuði og ef allt gengur að óskum munu kaupin ganga í gegn fljótlega en alls er óvíst hvort að Tom Hicks, hinn aðaleigandi Liverpool, vilji selja sinn hlut.

Hvort sem hann gerir það eða ekki þá er ljóst að með tilkomu Fahd mun koma mikill peningur inn í Liverpool og mögulegt að framkvæmdir á nýjum leikvangi í Stanley Park geti hafist að nýju og að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez fái meiri peninga til þess að eyða í nýja leikmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×