Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta 8. október 2009 04:00 Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira