Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta 8. október 2009 04:00 Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán milljörðum króna í ríkissjóð og olli það töluverðum titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þessari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinargerðina." Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrifuðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúrlega mikil pressa á fjármálaráðuneytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því." Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi," segir Ragnar. „Aðalatriði málsins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til framtíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi." Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samninga segir Ragnar: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali." trausti@frettabladid.is
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira