Fyrirvarar við Icesave-samning frá sjónarhóli hollensks borgara 25. september 2009 06:00 Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun