FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 15:35

Stríđsástand viđ Jökulsárlón

FRÉTTIR

Andstađan viđ ađild ađ ESB er í hámarki

 
Innlent
12:02 15. SEPTEMBER 2009

Heldur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hefur verið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá hafa aldrei fleiri sagst andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins tóku að láta gera kannanir fyrir sig um Evrópumálin. Um 50% segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynnt. Þá segjast um 17% hvorki hlynnt né andvíg aðild.

 

Fjallað er um könnunina á heimasíðu Samtaka iðnaðarins. Þar segir að könnunin var gerð af Capacent Gallup dagana 25. ágúst til 10. september 2009. Svarhlutfall var 52,3% af handahófsvöldu úrtaki úr þjóðskrá og var úrtakið 1.649 manns.

 

Þá var einnig spurt: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?

 

Þá kemur í ljós að 61,5% segja líklegt að þeir myndu sennilega eða örugglega greiða atkvæði gegn aðild en 38,5% sennilegt eða öruggt að þeir myndu greiða atkvæði með aðild.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Andstađan viđ ađild ađ ESB er í hámarki
Fara efst