Hallarbylting hönnuða á Iceland Fashion Week 8. september 2009 06:00 Cator Sparks Hann kom til landsins á vegum Full Frontal Fashion og hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times. „Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning