Hallarbylting hönnuða á Iceland Fashion Week 8. september 2009 06:00 Cator Sparks Hann kom til landsins á vegum Full Frontal Fashion og hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times. „Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira