Innlent

Önnur sprengjuhótun í Grafarvogi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill viðbúnaður var við Borgarholtsskóla þegar sprengjuhótun barst þangað á dögunum.
Mikill viðbúnaður var við Borgarholtsskóla þegar sprengjuhótun barst þangað á dögunum.
Starfsfólk 10-11 verslunar við Langarima í Grafarvogi fékk símtal rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld með sprengjuhótun. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir að poki var fyrir utan verslunina og hann merktur sprengja.

Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að engin sprengja var í versluninni eða við hana. Lögregla hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Skammt er síðan að starfsfólk og nemendur Borgarholtsskóla í Grafarvogi fengu sprengjuhótun af svipuðum toga. Karlmaður um tvítugt hefur játað að hafa staðið á bak við hana.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×