Innlent

Morð á Dalshrauni: Barinn með búsáhaldi

Valur Grettisson skrifar
Maðurinn fannst látinn í herbergi hins handtekna á Dalshrauni.
Maðurinn fannst látinn í herbergi hins handtekna á Dalshrauni.

Maðurinn sem fannst látinn á Dalshrauni í Hafnarfirði seint í gærkvöldi hafði verið laminn með búsáhaldi samkvæmt sjónarvotti sem kom fyrstur á glæpavettvanginn.

Hinn meinti morðingi var handtekinn í gærkvöldi en hann var í annarlegu ástandi. Maðurinn er fæddur 1978 og er með langan afbrotaferil að baki. Hann var meðal annars dæmdur árið 2006 í sjö mánaða fangelsi fyrir að stela ketamíni.

Þá rændi hann 30 þúsund krónum af hárgreiðslustofu sem var í eigu afa hans.

Það var rúmlega ellefu í gærkvöldi sem hinn meinti morðingi bankaði upp á hjá granna sínum á Dalshrauni. Mennirnir búa þar á gistiheimili.

Nágranninn kom til dyra og við honum blasti hinn grunaði í miklu uppnámi. Hann fylgdi honum inn í herbergið sitt. Þar blasti hinn látni við honum. Fórnalambið var mjög illa farinn samkvæmt sjónarvottinum.

Þá sagði hann að maðurinn hefði verið laminn með búsáhaldi, hugsanlega straujárni.

Nágraninn hringdi svo í lögregluna og tilkynnti um atvikið. Honum var mjög brugðið eftir atvikið.

Lögreglan hyggst hefja yfirheyrslur eftir hádegi. Þá mun lögreglan fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum síðdegis.

Ekki er ljóst hver tengsl hins látna við meintan banamann voru.

Lögreglan er enn að störfum í húsinu.


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhalds krafist í dag

Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag.

Manndráp í Hafnarfirði

Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×