Morðið á Dalshrauni: „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Valur Grettisson skrifar 18. ágúst 2009 15:54 Húsið þar sem atvikið átti sér stað. „Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
„Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. „Þetta var eins og að ganga inn í sláturhús," segir hann þegar hann lýsir aðstæðunum inn í herberginu þar sem hinn látni var. Það var rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi sem meintur morðingi mannsins bankaði upp á hjá nágranna sínum. Nágranninn segir að buxurnar hans og bolur hafi verið löðrandi í blóði. Að sögn nágrannans virtist hinn grunaði pollrólegur. Nágranninn gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að hann var undir áhrifum lyfja. „Þeir voru að taka sjóveikistöflur sem virkar bara eins og sýra. Hann sagði við mig að náunginn hefði verið að leika Spiderman inn í herberginu og slasað sig," segir nágranninn um samskipti sín við hinn handtekna. „Ég sótti bara símann minn og fylgdi honum aftur að herberginu hans. Og þá sá ég hann bara liggja þarna," segir nágranninn sem sá manninn verulega illa leikinn á gólfi herbergisins. Hann segir að meintur morðingi mannsins hafi verið mjög rólegur þegar á þessu stóð. „Ég hringdi þá í neyðarlínuna. Ég var beðinn um að athuga lífsmark á manninum en það var augljóst að hann var látinn," segir nágranninn en lögreglan kom stuttu síðar og handtók manninn sem er grunaður um verknaðinn. Spurður hvernig honum líði sjálfum segist hann bara vera að ná áttum. Hann segir atburðarásina hafa verið hraða og hlutina vera enn að rifjast upp frá því í gærkvöldi. Til þess að ná áttum fór hann til systur sinnar. „Ég meikaði ekki að vera þarna áfram," segir nágranninn sem er augljóslega brugðið eftir reynsluna. Hann segir að hinn grunaði hafi búið á gistiheimilinu í Dalshrauni í þrjá til fjóra mánuði. Hann lýsir honum sem ofurrólegum manni sem virtist ekki gera flugu mein. „Mér fannst þetta mjög skrýtið," segir hann um meintar gjörðir mannsins sem nú er í haldi lögreglunnar. Yfirheyrslur hófust eftir hádegi yfir manninum. Hann er fæddur 1978 og á langan afbrotaferil að baki. Meðal annars vegna fíkniefnamisferlis og þjófnaða. Þá kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að hann hefði einnig orðið uppvís af ofbeldisbrotum. Nánar verður rætt við nágrannann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09 Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14 Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17 Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Gæsluvarðhalds krafist í dag Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag. 18. ágúst 2009 10:09
Manndráp í Hafnarfirði Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu. 18. ágúst 2009 06:14
Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið, og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota. 18. ágúst 2009 07:17
Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. 18. ágúst 2009 15:35