Innlent

Agnes: Áfellisdómur yfir íslensku kerfi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.

„Ég hefði haldið að rannsóknaraðilar að bankahruni hefðu öðrum og þýðingarmeiri hlutum að sinna heldur en að reyna að koma í veg fyrir það að upplýsingum sem varða allan almenning kæmust á framfæri almennings," segir Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Vísir hafði innt Agnesi viðbragða við því að mál hennar og fjögurra annarra fréttamanna sem fjallað hafa um bankahrunið hafi í dag verið send frá Fjármálaeftirlitinu til frekari rannsóknar.

Blaðamönnunum er borið á brýn að hafa brotið gegn bankaleynd, en málin eru nú á borði sérstaks saksóknara bankahrunsins sem mun rannsaka þau frekar.

Aðspurð hvort tíðindin séu vonbrigði svarar Agnes:

„Þetta eru sko ekki vonbrigði. Þetta er eiginlega það sem ég hef búist við - áfellisdómur yfir íslensku kerfi. Það virkar ekki."




Tengdar fréttir

FME sendir mál blaðamanna til sérstaks saksóknara

Mál fimm fréttamanna sem fjallað hafa um bankahrunið hafa verið send frá Fjármálaeftirlitinu til frekari rannsóknar. Fólkið sem um ræðir starfar á Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og DV. Fjármálaeftirlitið segir í fréttatilkynningu að fimm málum vegna meintra brota á þagnaskyldu hafi verið vísað til ríkissaksóknara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×