Innlent

Hörður Arnarson ráðinn forstjóri Landsvirkjunar

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvár, hefur verið ráðinn forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvár, hefur verið ráðinn forstjóri Landsvirkjunar. Mynd/GVA

Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvár, hefur verið ráðinn forstjóri Landsvirkjunar. Hann tekur við af Friðriki Sophussyni sem hefur verið forstjóri Landsvirkjunar undanfarin tíu ár eigi síðar en 1. janúar 2010.

„Þetta er mjög spennandi starf en um leið heilmikil áskorun. Landsvirkjun er eitt af mikilvægari fyrirtækjum fyrir íslenskan þjóðarhag og miklu skiptir að rekstur þess sé stöðugur og skili eigendum sínum arði," segir Hörður í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Hörður segir ljóst að erfiðleikar á fjármálamörkuðum hafi gert fyrirtækinu erfitt fyrir en undirliggjandi rekstur þess sé traustur og því full ástæða til bjartsýni.

„Fyrirtækið hefur yfir að ráða einstakri þekkingu á sviði virkjana og orkumála. Það hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi, ekki síst í því endurreisnarstarfi sem framundan er í atvinnulífinu," segir Hörður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×