Segir ríkisborgaraprófin mismuna á margan hátt Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 13. júlí 2009 13:18 Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu Alþjóðahússins. Mynd/Valli „Þegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin. Alls féllu tólf umsækjendur á prófinu og fá því ekki ríkisborgararétt líkt og þeir stefndu að. Ingibjörg segir prófið mismuna umsækjendum á margan hátt. „Það er verið að sigta út ákveðinn hóp fólks sem ekki fær ríkisborgararétt," segir Ingibjörg. Hún nefnir sem dæmi að Asíubúar sem tali svokölluð tónamál eigi mun erfiðara með að læra íslensku en Evrópubúar, enda tungumál málsvæðanna í grundvallaratriðum ólík og stafróf þeirra sömuleiðis. Því til stuðnings segir hún meirihluta þeirra sem féllu á ríkisborgaraprófinu vera Víetnama, þó dómsmálaráðuneytið hafi enn ekki staðfest það. Þá segir hún illa menntað og fullorðið fólk eiga erfiðara með að ná prófinu en aðrir. Ingibjörg gagnrýnir einnig reglugerðina um prófin og segir hana útiloka ólæsa frá því að fá ríkisborgararétt. „Það er stefna stjórnvalda að ólæsir fái ekki ríkisborgararétt. Það er ekki hægt að túlka þessa grein öðruvísi," segir Ingibjörg og vísar til fimmtu greinar reglugerðarinnar. Þar segir: „Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstoð í próftökunni við þá sem eru óskrifandi eða ólæsir á latneskt letur ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi." „Það þýðir ekki að segja við ólæsan einstakling: Reyndu samt." „Ef þú ert illa læs á þitt móðurmál og þarft svo að læra nýtt letur, þá er eiginlega ómögulegt að verða sæmilega læs á mál sem þú kannt ekki.," segir Ingibjörg. Hún gerði að eigin sögn athugasemdir við reglugerðina þegar hún var samin sem ekki voru teknar til greina. Ingibjörg reynir nú að hafa uppi á þeim einstaklingum sem féllu á ríkisborgaraprófinu og fá þá til að kæra prófið til umboðsmanns alþingis fyrir brot á jafnræðisreglu. Tengdar fréttir Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní. 9. júlí 2009 16:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Þegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin. Alls féllu tólf umsækjendur á prófinu og fá því ekki ríkisborgararétt líkt og þeir stefndu að. Ingibjörg segir prófið mismuna umsækjendum á margan hátt. „Það er verið að sigta út ákveðinn hóp fólks sem ekki fær ríkisborgararétt," segir Ingibjörg. Hún nefnir sem dæmi að Asíubúar sem tali svokölluð tónamál eigi mun erfiðara með að læra íslensku en Evrópubúar, enda tungumál málsvæðanna í grundvallaratriðum ólík og stafróf þeirra sömuleiðis. Því til stuðnings segir hún meirihluta þeirra sem féllu á ríkisborgaraprófinu vera Víetnama, þó dómsmálaráðuneytið hafi enn ekki staðfest það. Þá segir hún illa menntað og fullorðið fólk eiga erfiðara með að ná prófinu en aðrir. Ingibjörg gagnrýnir einnig reglugerðina um prófin og segir hana útiloka ólæsa frá því að fá ríkisborgararétt. „Það er stefna stjórnvalda að ólæsir fái ekki ríkisborgararétt. Það er ekki hægt að túlka þessa grein öðruvísi," segir Ingibjörg og vísar til fimmtu greinar reglugerðarinnar. Þar segir: „Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstoð í próftökunni við þá sem eru óskrifandi eða ólæsir á latneskt letur ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi." „Það þýðir ekki að segja við ólæsan einstakling: Reyndu samt." „Ef þú ert illa læs á þitt móðurmál og þarft svo að læra nýtt letur, þá er eiginlega ómögulegt að verða sæmilega læs á mál sem þú kannt ekki.," segir Ingibjörg. Hún gerði að eigin sögn athugasemdir við reglugerðina þegar hún var samin sem ekki voru teknar til greina. Ingibjörg reynir nú að hafa uppi á þeim einstaklingum sem féllu á ríkisborgaraprófinu og fá þá til að kæra prófið til umboðsmanns alþingis fyrir brot á jafnræðisreglu.
Tengdar fréttir Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní. 9. júlí 2009 16:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní. 9. júlí 2009 16:29