Skattbyrðin eykst um 90 þúsund krónur á mánuði Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 26. júní 2009 18:40 Skattbyrðin á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu mun aukast að meðaltali um 90 þúsund krónur á mánuði, þegar skattahækkanir í aðgerðaáætlun stjórnvalda verður komin að fullu til framkvæmda, segir Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur. Hann óttast að bresta muni á með landflótta. Eftir stríð fundahöld undanfarið náðist að undirrita stöðugleikasáttmála á vinnumarkði í gær. Hörðust voru átökin um hversu stórum hluta af halla ríkissjóðs ætti að ná niður með skattahækkunum. Niðurstaðan var 45%. Fjárlög eiga að komast niður að núllinu árið 2012. Fréttastofa leitaði í dag til Benedikts Jóhannessonar stærðfræðings og ritstjóra Vísbendingar um að reikna út hvað þessi aukna skattbyrði gæti þýtt fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu, þegar hækkanir verða komnar að fullu til framkvæmda. Svarið: Hún mun borga 90 þúsund krónum meira í skatta á hverjum mánuði - árið 2012. Benedikt óttast afleiðingarnar ef þetta dugar ekki til. Óvíst sé að byrðin komi betur út fyrir lágtekjufólk, því neysluskattarnir gefi ríkinu mestar tekjur - og allir þurfi jú að nota bensín, fólk drekki áfengi, gos, reyki og borði, hverjar sem tekjurnar eru. Benedikt hvetur stjórnvöld til að skoða í hörgul þá hugmynd að skatta iðgjöld inn í lífeyrissjóði en ekki út úr þeim eins og nú er. Þá væri hægt að lækka þessar níutíu þúsund krónur niður í 50, segir Benedikt. Hætt sé við að að margar fjölskyldur geti ekki staðið undir þessari byrði og því þurfi að skoða hugsanlega leiðréttingu skulda heimilanna vandlega, þá hugmynd megi ekki afskrifa sem loddarabrögð í efnahagslegum hamförum. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Skattbyrðin á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu mun aukast að meðaltali um 90 þúsund krónur á mánuði, þegar skattahækkanir í aðgerðaáætlun stjórnvalda verður komin að fullu til framkvæmda, segir Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur. Hann óttast að bresta muni á með landflótta. Eftir stríð fundahöld undanfarið náðist að undirrita stöðugleikasáttmála á vinnumarkði í gær. Hörðust voru átökin um hversu stórum hluta af halla ríkissjóðs ætti að ná niður með skattahækkunum. Niðurstaðan var 45%. Fjárlög eiga að komast niður að núllinu árið 2012. Fréttastofa leitaði í dag til Benedikts Jóhannessonar stærðfræðings og ritstjóra Vísbendingar um að reikna út hvað þessi aukna skattbyrði gæti þýtt fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu, þegar hækkanir verða komnar að fullu til framkvæmda. Svarið: Hún mun borga 90 þúsund krónum meira í skatta á hverjum mánuði - árið 2012. Benedikt óttast afleiðingarnar ef þetta dugar ekki til. Óvíst sé að byrðin komi betur út fyrir lágtekjufólk, því neysluskattarnir gefi ríkinu mestar tekjur - og allir þurfi jú að nota bensín, fólk drekki áfengi, gos, reyki og borði, hverjar sem tekjurnar eru. Benedikt hvetur stjórnvöld til að skoða í hörgul þá hugmynd að skatta iðgjöld inn í lífeyrissjóði en ekki út úr þeim eins og nú er. Þá væri hægt að lækka þessar níutíu þúsund krónur niður í 50, segir Benedikt. Hætt sé við að að margar fjölskyldur geti ekki staðið undir þessari byrði og því þurfi að skoða hugsanlega leiðréttingu skulda heimilanna vandlega, þá hugmynd megi ekki afskrifa sem loddarabrögð í efnahagslegum hamförum.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira