Innlent

Skráði Land Cruiser á Steypustöðina

Hannes Sigurgeirsson er með bílinn skráðan á Steypustöðina sem er í eigu Íslandsbanka.
Hannes Sigurgeirsson er með bílinn skráðan á Steypustöðina sem er í eigu Íslandsbanka.
Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar sem er í eigu hins ríkisrekna Íslandsbanka, ákvað að fyrirtækið keypti nýlega LandCruiser 120 bifreið fyrir hann af Helgarfellsbyggingum þar sem Hannes vann áður.

Þegar Hannes var ráðinn forstjóri Steypustöðvarinnar skömmu eftir að Glitnir tók rekstur hennar yfir um mitt síðasta sumar samdi hann um að fá afnot af bifreið frá Steypustöðinni. Hannes segist síðan hafa ákveðið að sú bifreið sem hann hafði hjá Helgafellsbyggingum þar sem hann vann áður yrði keypt fyrir hann. Gengið var frá þeim kaupsamningi 6. febrúar síðast liðinn. Hannes segist ekki muna í svipinn hvað bíllinn kostaði, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er viðmiðunarverð á slíkum bíl um 5 milljónir króna.

Í sama mánuði og gengið var frá kaupum Steypustöðvarinnar á bílnum var 16 manns sagt upp hjá Steypustöðinni í hagræðingarskyni. Frá því að hægja tók í byggingastarfsemi vegna efnahagskreppunnar hefur þrengt að Helgafellsbyggingum, sem eiga lóðir í Helgafellsdal.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×