Innlent

Segir ódýrustu hjólbarðana í Hafnarfirði

Hörður býður meðal annars upp á Bridgestone dekk.
Hörður býður meðal annars upp á Bridgestone dekk.
„Við erum ekki að keyra þetta áfram á einhvejrum afslætti heldur erum bara á þröngum verðum sem gilda fyrir alla, við erum ódýrastir miðað við þessar kannanir og það sem ég hef heyrt," segir Hörður Þráinsson hjá Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar. Hörður er ósáttur með að vera ekki inni í könnun ASÍ um verð á hjólbörðum hér á landi. Fólksbílarnir hjá Herði eru á 4.990 kr. og jepplingarnir svokölluðu eru á 6.990 kr. „sem er ódýrara en fólksbílarnir hjá sumum."

Hörður hefur verið í bransanum í tuttugu ár en hefur rekið Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar í tvö ár. Hann segir að þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir á dekkjum hafi hann haldið sömu verðum og hann var með í haust.

„Ég lageraði mig vel upp í haust sem kemur sér vel þar sem allar vörur hafa hækkað um nánast helming. Þetta er auðvitað frekar þungur róður hjá flestum en líklega skást hjá mér þar sem ég er ekki að flytja inn dekk sjálfur," segir Hörðru og bætir við að hann væri löngu farinn yfir ef hann stæði í því.

„Ég tek inn dekk frá öllum heildsölum og er alltaf með Mitchelin eða Bridgestone. Síðan reyni ég að finna ódýrari dekk og spanna þannig alla flóruna."


Tengdar fréttir

Yfir 5000 króna verðmunur á dekkjaskiptingu

Tæplega 5600 króna verðmunur getur verið á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri föstudaginn 17. apríl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×