Innlent

Pólverji tekinn með kíló af amfetamíni

Pólskur karlmaður var tekinn af tollvörðum í Leifsstöð í gær með um eitt kíló af amfetamíni, sem falið var í þykkbotna skóm. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Það var seint í gærkvöld að tollverðir í Leifsstöð stöðvuðu pólskan mann, líklega í kringum þrítugt. Hann mun hafa komið hingað frá Kaupmannahöfn. Eftirgrennslan tollvarða leiddi í ljós að í þykkbotna skóm, sem maðurinn klæddist, var falið töluvert af amfetamíni.

Óvíst er hvort yfirvöldum hérlendis barst ábending að utan, um að maðurinn hyggðist smygla hingað eiturlyfjum, eða hvort tollverðir tóku manninn við reglubundið eftirlit. Lögregla hefur tekið við málinu.

Maðurinn hefur verið í yfirheyrslum, eftir því sem heimildir fréttastofu herma. Hann var úrskurður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×