Innlent

Mætti einn í blysför til að þrýsta á Jóhönnu

Þórhallur Vilhjálmsson á tali við fréttamenn fyrir utan Þjóðarbókhlöðina í kvöld.
Þórhallur Vilhjálmsson á tali við fréttamenn fyrir utan Þjóðarbókhlöðina í kvöld. MYND/Sigurjón

Fyrir utan skipuleggjanda mætti enginn í blysför sem fara átti í kvöld til að þrýsta á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Aftur á móti mættu þrír myndatökumenn og ljósmyndarar frá tveimur dagblöðum.

,,Það kom ekki neinn," sagði Þórhallur Vilhjálmsson, markaðsfræðingur, sem skipulagði blysförina og sendi út tölvupósta þess efnis í dag.

,,Ég gerði þetta frá hjartanu og með engum fyrirvara," Þórhallur ætlar að þrýsta á Jóhönnu eftir öðrum leiðum.

Þórhallur fullyrðir að mætingin í blysförina hafi ekkert með vinsældir Jóhönnu að gera. Kannanir hafi ítrekað sýnt að hún njóti mests traust úr röðum stjórnmálamanna meðal almennings.

,,Vinsældir hennar ná langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar," sagði Þórhallur.


Tengdar fréttir

Stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu

Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×