Innlent

Tæplega fimm hundruð mótmæltu

Samkvæmt upplýsingum frá Herði Torfasyni voru tæplega fimm hundruð manns á Austurvelli á mótmælafundi Radda fólksins í dag. Þetta var mótmælafundur númer tuttugu og sjö.

Valgeir Skagfjörð leikstjóri og Heiða Björk Hreiðarsdóttir héldu ræður en krafa fundarins var að eignir útrásarvíkinganna yrðu frystar, verðtrygging afnum og kvótinn færður aftur til þjóðarinnar.

Þá var einnig haldin mótmælaganga á Akureyri og gegnu um þrjátíu manns. Ræðumenn þar voru Huginn Freyr Þorsteinnson og Þórarinn Hjartarson.

Þeir voru sammála um þá kröfu til stjórnvalda að þau fynndu leiðir til að hafna láni frá AGS - vegna líklegra skilmála slíks láns og illrar reynslu af lánastarfsemi sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×