Afglöp Davíðs Oddssonar Sigurður Einarsson skrifar 10. febrúar 2009 06:00 Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varaformaður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt. Raunar má segja Davíð Oddssyni það til varnar að honum hafi ekki verið neinn greiði gerður með skipan í embætti seðlabankastjóra. Davíð er fyrst og fremst stjórnmálamaður af gamla skólanum. Hans heimavöllur var ekki hinn flókni heimur alþjóðlegra viðskipta. Á það benti raunar Davíð sjálfur í Kastljósviðtali haustið 2006 þegar hann lýsti því yfir að eftir að hann tók við starfi seðlabankastjóra hefði hann fljótt komist að því að hann væri „vitlausasti" maðurinn á staðnum. „Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skildi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar." En þótt Davíð hafi verið gerður bjarnargreiði með skipan í starf seðlabankastjóra er nauðsynlegt að leiðrétta þau mistök. Meðal afglapa Davíðs má nefna: - Ákvörðun seðlabankastjóra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, að þjóðnýta Glitni sem varð til þess að fjármálakerfið á Íslandi hrundi á örskotsstundu. Þessi ákvörðun sem allir, innan lands sem utan, sáu að var mjög ótrúverðug, olli hámarkstjóni fyrir íslensku þjóðina. - Yfirlýsingar seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali um að ríkissjóður yrði því sem næst skuldlaus eftir fall bankanna lýsir kolröngu stöðumati og augljósu vanhæfi. Davíð gerði sér augljóslega heldur ekki grein fyrir slæmum áhrifum bankahrunsins á útflutningsatvinnuvegina. - Undir stjórn Davíðs varð Seðlabankinn gjaldþrota og fellur sá kostnaður á skattgreiðendur. Vel hefði mátt koma í veg fyrir það og lán til smárra fjármálastofnana sem námu allt að 13 földu eigin fé þeirra. Þetta bendir ef til vill til þess að Seðlabankinn hefði heldur átt að lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, fremur en að færa ætti Fjármálaeftirlitið í Seðlabankann. - Fréttatilkynningar Seðlabankans um hið svokallaða Rússalán eyðilögðu þann litla trúverðugleika sem Ísland þó naut enn á alþjóðavettvangi. - Ákvörðun Seðlabankans um afnám bindiskyldu á erlend útibú íslenskra fjármálastofnana í apríl. Sér í lagi þar sem Davíð hefur síðar haldið fram að í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir að í óefni stefndi á íslenskum fjármálamarkaði. - Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðlabankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar fréttir birtust um bankann í Morgunblaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðarfunda" okkar með seðlabankastjóra. - Seðlabanki Íslands hafði eftirlit með stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og lausafjárstöðu og hafði ýmis formleg úrræði til að sinna því hlutverki sínu auk þess sem forráðamenn bankans gátu beitt fortölum. Því verkefni var ekki sinnt. Davíð hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi haft uppi stór orð um bankana. Ég hef sjálfur kynnst því, að á mannamótum getur Davíð orðið illskeyttur og hvassyrtur. Þannig að ég skal ekki fullyrða um hvað hann kann að hafa sagt við menn. Það er hins vegar ekki aðalatriðið, aðalatriðið er hvaða tillögur til úrbóta seðlabankastjóri gerði. Mér vitanlega voru þær engar. Margir vita að Davíð var eitursnjall í samskiptum sínum við fjölmiðla og hafa margir andstæðingar hans fengið að kynnast því. Undanfarnar vikur hef ég fylgst með því hvernig aðilar tengdir honum beita „leka"-tækni af mikilli fimi gagnvart Kaupþingi. Ég skil vel að vinum Davíðs Oddssonar þyki leitt að hann skuli þurfa að víkja, þetta er sorglegur endir á annars um margt mögnuðum ferli. Listinn hér að ofan er auðvitað engan veginn tæmandi en ég tel að hann sýni glöggt þörfina á að Davíð víki. Verstu afglöp Davíðs í embætti seðlabankastjóra eru ef til vill þau að víkja ekki þegar allt er í óefni komið og taka þannig almannahag fram yfir eigin metnað.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, með meistaragráðu í hagfræði og hefur starfað í bönkum víða í Evrópu í rúma tvo áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varaformaður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt. Raunar má segja Davíð Oddssyni það til varnar að honum hafi ekki verið neinn greiði gerður með skipan í embætti seðlabankastjóra. Davíð er fyrst og fremst stjórnmálamaður af gamla skólanum. Hans heimavöllur var ekki hinn flókni heimur alþjóðlegra viðskipta. Á það benti raunar Davíð sjálfur í Kastljósviðtali haustið 2006 þegar hann lýsti því yfir að eftir að hann tók við starfi seðlabankastjóra hefði hann fljótt komist að því að hann væri „vitlausasti" maðurinn á staðnum. „Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skildi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar." En þótt Davíð hafi verið gerður bjarnargreiði með skipan í starf seðlabankastjóra er nauðsynlegt að leiðrétta þau mistök. Meðal afglapa Davíðs má nefna: - Ákvörðun seðlabankastjóra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, að þjóðnýta Glitni sem varð til þess að fjármálakerfið á Íslandi hrundi á örskotsstundu. Þessi ákvörðun sem allir, innan lands sem utan, sáu að var mjög ótrúverðug, olli hámarkstjóni fyrir íslensku þjóðina. - Yfirlýsingar seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali um að ríkissjóður yrði því sem næst skuldlaus eftir fall bankanna lýsir kolröngu stöðumati og augljósu vanhæfi. Davíð gerði sér augljóslega heldur ekki grein fyrir slæmum áhrifum bankahrunsins á útflutningsatvinnuvegina. - Undir stjórn Davíðs varð Seðlabankinn gjaldþrota og fellur sá kostnaður á skattgreiðendur. Vel hefði mátt koma í veg fyrir það og lán til smárra fjármálastofnana sem námu allt að 13 földu eigin fé þeirra. Þetta bendir ef til vill til þess að Seðlabankinn hefði heldur átt að lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, fremur en að færa ætti Fjármálaeftirlitið í Seðlabankann. - Fréttatilkynningar Seðlabankans um hið svokallaða Rússalán eyðilögðu þann litla trúverðugleika sem Ísland þó naut enn á alþjóðavettvangi. - Ákvörðun Seðlabankans um afnám bindiskyldu á erlend útibú íslenskra fjármálastofnana í apríl. Sér í lagi þar sem Davíð hefur síðar haldið fram að í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir að í óefni stefndi á íslenskum fjármálamarkaði. - Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðlabankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar fréttir birtust um bankann í Morgunblaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðarfunda" okkar með seðlabankastjóra. - Seðlabanki Íslands hafði eftirlit með stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og lausafjárstöðu og hafði ýmis formleg úrræði til að sinna því hlutverki sínu auk þess sem forráðamenn bankans gátu beitt fortölum. Því verkefni var ekki sinnt. Davíð hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi haft uppi stór orð um bankana. Ég hef sjálfur kynnst því, að á mannamótum getur Davíð orðið illskeyttur og hvassyrtur. Þannig að ég skal ekki fullyrða um hvað hann kann að hafa sagt við menn. Það er hins vegar ekki aðalatriðið, aðalatriðið er hvaða tillögur til úrbóta seðlabankastjóri gerði. Mér vitanlega voru þær engar. Margir vita að Davíð var eitursnjall í samskiptum sínum við fjölmiðla og hafa margir andstæðingar hans fengið að kynnast því. Undanfarnar vikur hef ég fylgst með því hvernig aðilar tengdir honum beita „leka"-tækni af mikilli fimi gagnvart Kaupþingi. Ég skil vel að vinum Davíðs Oddssonar þyki leitt að hann skuli þurfa að víkja, þetta er sorglegur endir á annars um margt mögnuðum ferli. Listinn hér að ofan er auðvitað engan veginn tæmandi en ég tel að hann sýni glöggt þörfina á að Davíð víki. Verstu afglöp Davíðs í embætti seðlabankastjóra eru ef til vill þau að víkja ekki þegar allt er í óefni komið og taka þannig almannahag fram yfir eigin metnað.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, með meistaragráðu í hagfræði og hefur starfað í bönkum víða í Evrópu í rúma tvo áratugi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun