Innlent

Vaka lagði Röskvu

Frá Háskólatorgi HÍ.
Frá Háskólatorgi HÍ.

Vaka, félag lýðæðissinnaðra, stúdenta sigraði í kosningunum til stúdentaráðs og Háskólaþings sem fram fóru í gær og fyrradag. Röskva, samtök félagshyggjufólks, hefur verið í meirihluta í ráðinu undanfarin tvö ár.

Vaka fékk 2342 atkvæði eða 52,25% atkvæða til stúdentaráðs og Röskva fékk 2149 atkvæði eða 47,75%. Auðir og ógildir seðlar voru 144. Alls kusu 4625 af þeim 13.679 sem voru á kjörskrá. Vaka fékk þar með 5 menn kjörna í Stúdentaráð en Röskva 4 menn.

Til háskólaþings fékk Vaka 2298 atkvæði eða 51,26 % og Röskva 2185 atkvæði eða 48,74 %. Auðir og ógildir seðlar voru 142 og kusu alls 4626 af 13.679 á kjörskrá.


Tengdar fréttir

Vaka fór með sigur í stúdentaráðskosningum

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut meirihluta atkvæða í kosningu til stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær og fær fimm fulltrúa í stúdentaráði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×