Innlent

Mótmælunum lokið - sex handteknir

Mikil læti eru fyrir utan Hilton Nordica hótelið við Suðurlandsbraut.
Mikil læti eru fyrir utan Hilton Nordica hótelið við Suðurlandsbraut. MYND/VILHELM

Mótmælum við Hilton Nordica hótelið við Suðurlandsbraut er lokið en þar fór fram opnunarmóttaka fyrir gesti NATO málstofu sem fer fram hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru um 50 til 60 mótmælendur á svæðinu en alls voru sex handteknir.

Piparúða var beitt en lögregla segir það hafa veri eitt einangrað tilfelli þar sem úðanum var beitt gegn einum einstaklingi.

Nokkur fjöldi lögregluþjóna var á svæðinu og að sögn sjónarvotta var mikil öryggisgæsla við hótelið. Þeir handteknu hlýddu ekki fyrirmælum að sögn lögreglu.

Fólkið lét vel í sér heyra og barði potta og pönnur og veifaði kunnuglegum skiltum á borð við, Ísland úr NATO og herinn burt.

Það voru samtök herstöðvarandstæðinga sem boðuðu til mótmælanna en forsvarsmenn þeirra hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum í kvöld að mikil ánægja hafi verið með mótmælin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×