Innlent

Gömul frétt í Kastljósi

Robert Tchenguiz
Robert Tchenguiz

Kastljós Ríkissjónvarpsins ræddi í gærkvöld við Kristinn Hrafnsson fyrrverandi fréttamann úr Kompás. Þar sagði Kristinn frá lánveitingum Kaupþings til viðskiptajöfursins Robert Tchenguiz. Í umfjöllun Kastljóssins var sagt frá því að þáttur Kompás um þetta mál hefði verið fullunninn og tilbúinn til birtingar þegar öllum starfsmönnum Kompás hafi verið sagt upp og þátturinn tekinn af dagskrá. Þeirri spurningu var varpað fram að þátturinn hefði verið lagður niður til að koma í veg fyrir birtingu fréttarinnar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis segir það alrangt enda hafi fréttastofa Stöðvar 2 sagt frá lánveitingunum sama dag og Kompás var lagður niður.

Í umræddri frétt sem birtist í kvöldfréttum fimmtudagskvöldið 22.janúar kemur að mestu leyti allt fram sem Kastljósið sagði frá í gærkvöld. Í fréttinni er talað um tugi milljarða en Kristinn Hrafnsson sagði töluna vera nær 300 milljörðum í Kastljósinu.

Óskar Hrafn segir að fréttaskýringaþátturinn Kompás hafi verið lagður niður vegna þess að Stöð 2 hafði ekki bolmagn til að standa undir tugmilljóna rekstri þáttarins á þeim erfiðu tímum sem íslenskir fjölmiðlar lifa í nú um stundir. Hann segir lánveitingar Kaupþings til Roberts Tchenguiz ekkert hafa með þá ákvörðun að gera.








Tengdar fréttir

Fengu tugmilljarða lán frá Kaupþingi

Tchenguiz bræður fengu tugi milljarða lánaða frá Kaupþingi hér á landi, í Bretlandi og Lúxemborg mánuðina fyrir bankahrunið. Veðin fyrir lánunum eru að mestum hluta í breskum fasteignafélögum en breskur fasteignamarkaður er gott sem hruninn. Lánin voru veitt á sama tíma og nær ógjörningur var fyrir íslensk fyrirtæki að fá fyrirgreiðslu í íslenskum bönkum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×