Innlent

Björn mætti ekki á borgarafund

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mætti ekki á borgarafund um mótmæli og borgaralega óhlýðni sem boðað var til í Iðnó í kvöld. Mikið fjölmenni er á fundinum. Á meðal frummælenda voru Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Hörður Torfason mótmælandi og Eva Hauksdóttir aðgerðarsinni, sem hefur verið áberandi í mótmælum við Ráðherrabústaðinn, í Landsbankanum, við Fjármálaeftirltiið og víðar. Birni var boðið að vera viðstaddur fundinn en hann þekktist ekki á boðið.

Nokkurt los kom á fundinn þegar Ástþór Magnússon mætti á staðinn íklæddur jólasveinabúningi og vildi ná athygli fundargesta. Ástþór var beðinn um að víkja af fundinum en þegar að hann neitaði að fara bað Gunnar Sigurðsson fundarstjóri um að honum yrði fylgt út. Nokkurra óánægju gætti á meðal nokkurra fundargesta við þessa framkomu gagnvart Ástþóri og yfirgáfu þeir samkomuna til að lýsa yfir óánægju sinni.

Grímuklæddir mótmælendur sóttu hart að Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra á fundinum og var hann með meðal annars spurður út í mótmælin við Hótel Borg á gamlársdag.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×