Innlent

Bensínlítrinn hækkar um átta krónur í dag

Bensínlítrinn hækkar um hátt í átta krónur og dísellítrinn um röskar sex krónur í dag, eftir að Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög um margvíslegar hækkanir gjalda.

Olíu- og bensínhækkunin þýðir að rekstrarkostnaður á meðalfólksbíl hækkar um um það bil tuttugu þúsund krónur á ári. Þá hækka vörugjöld og kílómetragjald af bílum og nemur hækkunin tólf og hálfu prósenti. Einnig hækkar verð á tóbaki strax í dag en verð á áfengi hækkar ekki alveg strax, þær hækkanir miðast við áfengi sem flutt er inn frá og með deginum í dag.

Meðalvodkaflaska mun til dæmis hækka um rúmlega 300 krónur. Þessar hækkanir munu hækka neysluvísitöluna og þar með verðtryggingu lána almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×