Innlent

Viðskiptaráðherra frétti seint af AGS greiðslu

Tæp vika leið frá því fyrsti hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins barst til Seðlabankans þar til seðlabankastjóri upplýsti viðskiptaráðherra um greiðsluna.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er tæp vika síðan fyrsta greiðsla láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var lögð inn á reikning Seðlabanka Íslands - 827 milljónir bandaríkjadala - jafnvirði um 115 milljarða króna. Og jafnvel þótt það hafi verulega þýðingu fyrir viðskiptaráðuneytið leið dágóður tími þar til ráðherranum var kunnugt um gjörninginn.

Ráðherra segir að mörg skref þurfi að stíga áður en gjaldeyrisviðskipti verði komin í samt lag. Lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé liður í því - en einnig þurfi að smíða regluverk í kringum viðskiptin. Hann getur ekki enn sagt hvenær krónan verður sett á flot.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×