Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi 8. nóvember 2008 15:32 Hreiðar Már og Sigurður Einarsson koma af fundi forsætisráðherra í stjórnarráðinu. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það." Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það."
Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira