Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi 8. nóvember 2008 15:32 Hreiðar Már og Sigurður Einarsson koma af fundi forsætisráðherra í stjórnarráðinu. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það." Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það."
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira