Verðtrygging Gunnar Tómasson skrifar 3. nóvember 2008 05:00 Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa! Á þessum árum vann ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar ég frétti af afnámi vísitölutryggingar launa og áframhaldandi verðtryggingu skrifaði ég bréf til áhrifamanns í íslenzku samfélagi, þar sem ég gagnrýndi harðlega aðgerðir stjórnvalda og sagði þær vera herfilegustu hagstjórnarmistök frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur. Ástæðan var sú að verðtrygging er skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja né getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán bankanna jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989. Þótt árin eftir 1983 hafi verið skuldsettum heimilum erfið, gætu þau orðið barnaleikur í samanburði við þær þrengingar sem nú blasa við. Vandinn nú er þeim mun erfiðari úrlausnar að á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Það er skammgóður vermir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem nú er væntanlega á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignaverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenzkra peningamála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrissjóði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa! Á þessum árum vann ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar ég frétti af afnámi vísitölutryggingar launa og áframhaldandi verðtryggingu skrifaði ég bréf til áhrifamanns í íslenzku samfélagi, þar sem ég gagnrýndi harðlega aðgerðir stjórnvalda og sagði þær vera herfilegustu hagstjórnarmistök frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur. Ástæðan var sú að verðtrygging er skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja né getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán bankanna jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989. Þótt árin eftir 1983 hafi verið skuldsettum heimilum erfið, gætu þau orðið barnaleikur í samanburði við þær þrengingar sem nú blasa við. Vandinn nú er þeim mun erfiðari úrlausnar að á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Það er skammgóður vermir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem nú er væntanlega á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignaverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenzkra peningamála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrissjóði. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar