„Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar" Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2008 17:07 Egill reiddist fyrir hönd þjóðarinnar. MYND/Silfrid.blog.is „Já já já, þetta var flottur þáttur," sagði Egill Helgason í Silfrinu inntur eftir því hvort hann hafi verið ánægður með þáttinn í dag. Óhætt er að segja það bókstaflega að sínum augum líti hver Silfrið eftir einvígi þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, í þættinum. „Ég held að í þessu viðtali hafi ekki verið nokkur leið að fara einhvers konar langar leiðir í talnaspeki. Þú ferð ekki og liggur yfir ársreikningum banka í 25 mínútna viðtali. Ég vildi bara tala um hina siðferðilegu og mórölsku hlið og það var það sem ég gerði," sagði Egill enn fremur en í athugasemdum gesta á heimasíðu hans er honum meðal annars legið á hálsi fyrir að hafa mætt Jóni Ásgeiri illa undirbúinn og án þess að hafa á hraðbergi ýmsar tölur og staðreyndir. Reiddist fyrir hönd þjóðarinnar „Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar," sagði Egill þegar blaðamaður bar það upp á hann að á tímabili hefði kastast nokkuð í kekki milli þeirra Jóns Ásgeirs og hnútur flogið. Egill sagðist að lokum telja að menn ættu bara að koma og standa fyrir máli sínu þegar talið barst að öðrum boðuðum viðmælendum sem ekki létu sjá sig, svo sem Björgólfsfeðgum, Hannesi Smárasyni, Bjarna Ármannssyni og fleirum. Af 119 athugasemdum sem gestir á síðu Egils höfðu ritað um klukkan 16:30 í dag skiptust atkvæði þannig að 43 athugasemdir voru Agli í hag en 40 í óhag. Þá snerust 36 athugasemdir um efnisleg atriði málsins án þess að taka sérstaka afstöðu til frammistöðu Egils. Hér verður að gera þann fyrirvara að gjarnan er fleiri en ein athugasemd runnin undan rifjum sama ritara og sumar eru svar við öðrum og svo framvegis. Eins er Jón Ásgeir umdeildur og sveiflast athugasemdir frá því að telja hann mann að meiri fyrir að standa fyrir máli sínu yfir í að hann sýni þjóðinni kulda og hroka með ummælum sínum. Síða Egils Helgasonar á Eyjunni er hér. Nokkur dæmi um skoðanir af síðu Egils Hér að neðan má sjá nokkur af ummælunum sem gestir á heimasíðu Egils hafa skilið eftir sig (stafsetning sums staðar færð til betri vegar): Ef þetta var ekki aftaka í beinni þá veit ég ekki hvað aftaka er. Þetta viðtal þróaðist illa. Skítkast í Agli og bullvörn hjá Jóni Ásgeiri. Ekkert skynsamlegt kom fram. Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir þér Egill hvernig þú tókst á fjárglæframanninum Jóni Ásgeiri... Egill stóð sig vel, erum við ekki alltaf að kvarta undan því hvað fjölmiðlamenn eru linir? Varð fyrir miklum vonbrigðum með þig í þættinum sem var að ljúka. Vægast sagt. Þetta voru vonbrigði. Þurfti að slengja fram betri upplýsingum. Þarna vantaði illilega svolítinn undirbúning af þinni hálfu Egill minn. Takk fyrir þáttinn Egill, miðað við kringumstæður var þetta áhugavert. Þú talaðir algerlega fyrir hönd þjóðarinnar og [ég] var þér algerlega sammála. Áfram Egill! Eini málsvari fólksins í landinu. Aðrir blaðamenn eru nú allir komnir á launaskrá hjá Baugi. Þetta viðtal þitt við Jón Ásgeir var til skammar. Þú komst mér skemmtilega á óvart í viðtalinu við Jón Ásgeir, meira svona Egill. [...] þú misstir þig í reiðiskastinu og varst hreinlega dónalegur. Þetta viðtal við Jón Ásgeir var lélegasta viðtal sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar. Egill stóð sig vel með viðmælanda sem vildi engu svara. Ég hef engan áhuga á því að hlusta á fjölmiðlamann drulla yfir viðmælanda sinn eins og þú gerðir. Þetta var flott og gaman að sjá Egil spyrja af miklum ákafa en persónulega hefði mér nú fundist betra ef Egill hefði getað verið málefnalegri með ákafanum. Mér fannst þetta bara mjög flott hjá þér Egill! Þú sagðir það sem almenningur er að hugsa. Silfur Egils var í heildina mjög gott að vanda. Ágætt viðtal. Hefði getað verið hnitmiðaðra, eins og ýmsir benda á. Egill svona gera menn ekki. Svo kemur Jón Ásgeir og þú umhverfist í einhvern bálreiðan smástrák af götunni... Egill mikið óskaplega ert þú ódrengilegur. Ég vona bara að Kári litli hafi ekki verið að horfa á þáttinn. Áhugavert viðtal, tek hatt minn ofan fyrir þér að spyrja um það sem þarf að spyrja um... Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Já já já, þetta var flottur þáttur," sagði Egill Helgason í Silfrinu inntur eftir því hvort hann hafi verið ánægður með þáttinn í dag. Óhætt er að segja það bókstaflega að sínum augum líti hver Silfrið eftir einvígi þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, í þættinum. „Ég held að í þessu viðtali hafi ekki verið nokkur leið að fara einhvers konar langar leiðir í talnaspeki. Þú ferð ekki og liggur yfir ársreikningum banka í 25 mínútna viðtali. Ég vildi bara tala um hina siðferðilegu og mórölsku hlið og það var það sem ég gerði," sagði Egill enn fremur en í athugasemdum gesta á heimasíðu hans er honum meðal annars legið á hálsi fyrir að hafa mætt Jóni Ásgeiri illa undirbúinn og án þess að hafa á hraðbergi ýmsar tölur og staðreyndir. Reiddist fyrir hönd þjóðarinnar „Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar," sagði Egill þegar blaðamaður bar það upp á hann að á tímabili hefði kastast nokkuð í kekki milli þeirra Jóns Ásgeirs og hnútur flogið. Egill sagðist að lokum telja að menn ættu bara að koma og standa fyrir máli sínu þegar talið barst að öðrum boðuðum viðmælendum sem ekki létu sjá sig, svo sem Björgólfsfeðgum, Hannesi Smárasyni, Bjarna Ármannssyni og fleirum. Af 119 athugasemdum sem gestir á síðu Egils höfðu ritað um klukkan 16:30 í dag skiptust atkvæði þannig að 43 athugasemdir voru Agli í hag en 40 í óhag. Þá snerust 36 athugasemdir um efnisleg atriði málsins án þess að taka sérstaka afstöðu til frammistöðu Egils. Hér verður að gera þann fyrirvara að gjarnan er fleiri en ein athugasemd runnin undan rifjum sama ritara og sumar eru svar við öðrum og svo framvegis. Eins er Jón Ásgeir umdeildur og sveiflast athugasemdir frá því að telja hann mann að meiri fyrir að standa fyrir máli sínu yfir í að hann sýni þjóðinni kulda og hroka með ummælum sínum. Síða Egils Helgasonar á Eyjunni er hér. Nokkur dæmi um skoðanir af síðu Egils Hér að neðan má sjá nokkur af ummælunum sem gestir á heimasíðu Egils hafa skilið eftir sig (stafsetning sums staðar færð til betri vegar): Ef þetta var ekki aftaka í beinni þá veit ég ekki hvað aftaka er. Þetta viðtal þróaðist illa. Skítkast í Agli og bullvörn hjá Jóni Ásgeiri. Ekkert skynsamlegt kom fram. Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir þér Egill hvernig þú tókst á fjárglæframanninum Jóni Ásgeiri... Egill stóð sig vel, erum við ekki alltaf að kvarta undan því hvað fjölmiðlamenn eru linir? Varð fyrir miklum vonbrigðum með þig í þættinum sem var að ljúka. Vægast sagt. Þetta voru vonbrigði. Þurfti að slengja fram betri upplýsingum. Þarna vantaði illilega svolítinn undirbúning af þinni hálfu Egill minn. Takk fyrir þáttinn Egill, miðað við kringumstæður var þetta áhugavert. Þú talaðir algerlega fyrir hönd þjóðarinnar og [ég] var þér algerlega sammála. Áfram Egill! Eini málsvari fólksins í landinu. Aðrir blaðamenn eru nú allir komnir á launaskrá hjá Baugi. Þetta viðtal þitt við Jón Ásgeir var til skammar. Þú komst mér skemmtilega á óvart í viðtalinu við Jón Ásgeir, meira svona Egill. [...] þú misstir þig í reiðiskastinu og varst hreinlega dónalegur. Þetta viðtal við Jón Ásgeir var lélegasta viðtal sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar. Egill stóð sig vel með viðmælanda sem vildi engu svara. Ég hef engan áhuga á því að hlusta á fjölmiðlamann drulla yfir viðmælanda sinn eins og þú gerðir. Þetta var flott og gaman að sjá Egil spyrja af miklum ákafa en persónulega hefði mér nú fundist betra ef Egill hefði getað verið málefnalegri með ákafanum. Mér fannst þetta bara mjög flott hjá þér Egill! Þú sagðir það sem almenningur er að hugsa. Silfur Egils var í heildina mjög gott að vanda. Ágætt viðtal. Hefði getað verið hnitmiðaðra, eins og ýmsir benda á. Egill svona gera menn ekki. Svo kemur Jón Ásgeir og þú umhverfist í einhvern bálreiðan smástrák af götunni... Egill mikið óskaplega ert þú ódrengilegur. Ég vona bara að Kári litli hafi ekki verið að horfa á þáttinn. Áhugavert viðtal, tek hatt minn ofan fyrir þér að spyrja um það sem þarf að spyrja um...
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira