Innlent

Kaupþingsmenn á fundi með Geir

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ræða við fréttamenn í kvöld.
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ræða við fréttamenn í kvöld. MYND/Stöð 2

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson

stjórnarformaður bankans, funduðu í kvöld með Geir H. Haarde í forsætisráðuneytinu.

Sigurður sagði í samtali við blaðamenn við stjórnarráðið að þeir hafi á fundinum farið yfir stöðuna á fjármálamörkuðum og yfirtöku ríkisins á Glitni. Aðspurður sagði hann stöðu Kaupþings sterka.

Forsætisráðherra mun ekki hafa greint þeim Hreiðari og Sigurði hvort að stórtíðindi væri að vænta að hálfu ríkisstjórnarinnar eða Seðlabankans.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×