Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta Magnús Már Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2008 11:30 Guðni Ágústsson er formaður Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. ,,Það kann vel að vera að þar komi ýmislegt til greina. Í félagsmálum og pólitík á ekki að útiloka neitt. Menn verða að sýna festu og ábyrgð," segir Guðni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess í leiðara í Fréttablaðinu í dag að meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verði endurnýjað. Almannahagsmunir kalli á nýjan meirihluta. Sama stef var að finna á síðum Morgunblaðsins um helgina. ,,Þetta er í höndum borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Ég tel að núverandi ástand sé mjög vont fyrir borgina," segir Guðni. Í nýlegri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 kom fram að fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er 2,1%. Samkvæmt því myndi flokkurinn ekki ná inn neinum kjörnum fulltrúa. Guðni viðurkennir að könnunin hafi ekki verið góð fyrir flokkinn. ,,Kosningar eru annað en skoðanakönnun. Þetta segir okkur að við þurfum að fara yfir okkar mál." ,,Það er enn R-lista hugsun yfir þessu og Samfylkingin nær mjög miklu. Dagur var myndarlegur borgarstjóri í 100 daga og flokkurinn er að njóta þess. Óskar hefur staðið sig vel og ég hef fulla trú á því að hans tími komi," segir Guðni. Tengdar fréttir Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13 Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00 Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. ,,Það kann vel að vera að þar komi ýmislegt til greina. Í félagsmálum og pólitík á ekki að útiloka neitt. Menn verða að sýna festu og ábyrgð," segir Guðni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess í leiðara í Fréttablaðinu í dag að meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verði endurnýjað. Almannahagsmunir kalli á nýjan meirihluta. Sama stef var að finna á síðum Morgunblaðsins um helgina. ,,Þetta er í höndum borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Ég tel að núverandi ástand sé mjög vont fyrir borgina," segir Guðni. Í nýlegri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 kom fram að fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er 2,1%. Samkvæmt því myndi flokkurinn ekki ná inn neinum kjörnum fulltrúa. Guðni viðurkennir að könnunin hafi ekki verið góð fyrir flokkinn. ,,Kosningar eru annað en skoðanakönnun. Þetta segir okkur að við þurfum að fara yfir okkar mál." ,,Það er enn R-lista hugsun yfir þessu og Samfylkingin nær mjög miklu. Dagur var myndarlegur borgarstjóri í 100 daga og flokkurinn er að njóta þess. Óskar hefur staðið sig vel og ég hef fulla trú á því að hans tími komi," segir Guðni.
Tengdar fréttir Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13 Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00 Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Vill nýjan meirihluta í Reykjavík Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag. 12. ágúst 2008 10:13
Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni. 10. ágúst 2008 14:00
Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7. ágúst 2008 18:30