Innlent

Liðsauki kallaður út til að leita mannsins í Esjunni

sev skrifar
Maðurinn sem leitað hefur verið að á Esjunni í dag er enn ófundinn. Um 70-80 björgunarsveitar og lögreglumenn hafa leitað mannsins í dag. Kallaður hefur verið út liðsauki frá Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 eftir einn til tvo tíma.

Tilkynning barst um manninn um hálf tólf leytið í morgun, þegar hann sást nakinn á gangi ofarlega í Esju. Björgunarsveitir voru kallaðar til og fundu föt mannsins í um 200 metra hæð.

Lögregla telur að hvít Corolla bifreið á bílastæðinu við Esjurætur tilheyri manninum. Samkvæmt heimildum Vísis er hún skráð á 26 ára gamlan pólskan mann. Vísir hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi mætt til vinnu í morgun en látið sig hverfa um hálf tíu leitið.

Jónas Guðmundsson í aðgerðarsveit björgunarsveitanna segir gönguleiðina á Þverfellshorn lokaða á meðan á leitinni stendur. Ástæða þess er sú að hundar eru notaðir við leitina, og gerir mikil umferð fólks þeim erfiðara fyrir að athafna sig. Jónas hvetur alla þá sem kunna að hafa upplýsingar um manninn að hafa samband við lögreglu.








Tengdar fréttir

Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni

Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur.

Leitað að nöktum manni á Esjunni

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×