Dettur ekki í hug að biðja Þórhall afsökunar Breki Logason skrifar 3. júní 2008 19:44 „Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
„Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt
Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
„Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44