Dettur ekki í hug að biðja Þórhall afsökunar Breki Logason skrifar 3. júní 2008 19:44 „Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt
Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44