Organisti upplifði óþægindi stúlknanna vegna Gunnars 5. maí 2008 17:12 Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju. „Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju. Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
„Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju.
Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28
Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44
Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00
Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30
Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08
Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49
Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45