Organisti upplifði óþægindi stúlknanna vegna Gunnars 5. maí 2008 17:12 Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju. „Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju. Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
„Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju.
Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28
Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44
Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00
Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30
Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08
Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49
Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda