Erlent

Hækkandi matvælaverð ógn við heimsfrið

Ban Ki Moon.
Ban Ki Moon.

Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ræðu sem hann hélt í Accra í Afríkuríkinu Gana í dag að hækkandi matvælaverð væri ógn við heimsfrið. Moon var viðstaddur á viðskipta- og þróunarráðstefnu í landinu og í ræðunni kom fram að verði ekki tekið á vandanum sem við blasir sé öryggi heimsbyggðarinnar í hættu.

„Við eigum á hættu að lenda aftur á byrjunarreit," sagði aðalritarinn meðal annars og átti þar við að allt það starf sem unnið hefur verið í þróunarmálum og til að sporna við fátækt í heiminum gæti hafa verið unnið fyrir gýg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×