Enski boltinn

Heimskasti maður í heimi?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mascherano fær rautt.
Mascherano fær rautt.

Hið umdeilda breska blað The Sun vandar Javier Mascherano, leikmanni Liverpool, ekki kveðjurnar. Blaðið kallar leikmanninn heimskasta mann jarðar í fyrirsögn eftir rauða spjaldið sem hann fékk í gær.

Mascherano er síðan langneðstur í einkunnagjöf blaðsins en hann fær 0 í einkunn fyrir frammistöðu sína sem er auðvitað lægsta mögulega einkunn sem blaðið gefur.

Liverpool steinlá fyrir Manchester United 3-0 en Mascherano fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks. Hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir tæklingu á Paul Scholes strax á 10. mínútu leiksins.

The Sun fer síðan yfir hegðun leikmannsins eftir það spjald. Á sjónvarpsupptökum sést greinilega þar sem Mascherano hrópar í sífellu „Fuck off" til dómarans en þau orð verða ekki þýdd hér.

Blaðið segir síðan að í sex skipti hafi Mascherano verið að tuða í dómaratríóinu eftir þetta atvik. Þolinmæði dómarans var síðan á þrotum þegar leikmaðurinn hljóp talsverða vegalengd til að rífast í honum þegar hann var nýbúinn að veita Torres spjald fyrir mótmæli. Ekki það gáfulegasta sem maður gerir þegar maður er á gulu spjaldi.

Eftir að hafa fengið rauða spjaldið var gamanið þó ekki búið. Mascherano neitaði að fara af leikvelli og réði engan veginn við skap sitt. The Sun lýsir síðan furðu sinni á því að Rafael Benítez verji leikmanninn fyrir þessa framkomu.

Mascherano hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni en segist enn furða sig á því að hafa fengið rauða spjaldið.

Sjá frétt The Sun með því að smella hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×