Brunabíla-Ragnar í vandræðum vegna raðhúsalengju 12. desember 2007 11:45 Bareigandinn og bíladellukarlinn Ragnar Ólafur Magnússon sést hér við hlið Dodge Charger-bifreiðar sinnar. Þessi bíll brann til kaldra kola í Vogunum á sunnudag. MYND/ANTON BRINK Bareigandinn Ragnar Ólafur Magnússon, sem átti bílana tíu sem brunnu í Vogum á sunnudagsmorgun, gæti átt á hættu að missa barina Café Oliver, Barinn og Q-bar, sem hann keypti í sumar fyrir rúmar 200 milljónir. Ástæðan er sú að hann er í vandræðum með að uppfylla kaupsamning vegna Café Oliver. Í kaupsamningnum vegna kaupanna á Café Oliver skuldbatt Ragnar sig til að greiða tugmilljóna hluta af verðinu með eignarhluta í 11 raðhúsum í Laxatungu í Mosfellsbæ. Nú er staðan hins vegar þannig að Ragnar hefur misst húsin í hendur þess sem byggði þau vegna þess að hann gat ekki staðið skil á greiðslum. Þegar hefur verið rift samningi á sex húsum af sautján, það er þeim sem eru fokheld. Kaupsamningnum hinna húsanna ellefu verður síðan rift þegar þau eru orðin fokheld. Bjarni Tómasson verktaki, sem byggir raðhúsin við Laxatungu, staðfesti í samtali við Vísi að þetta væri raunin. "Fyrst stóð Ragnar við allt sitt en þegar húsin voru fokheld þá gat hann ekki borgað umsamda greiðslu. Það var því ekkert annað í stöðunni en að rifta samningnum. Það er synd því Ragnar er góður drengur," segir Bjarni. Þessi staða gerir það að verkum að Ragnar þarf að finna aðrar leiðir til að standa við kaupsamninginn varðandi Cafe Oliver. Um er að ræða verulegar fjárhæðir sem hlaupa á tugum milljóna samkvæmt heimildum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir né heldur fyrrum eigendur Oliver. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Bareigandinn Ragnar Ólafur Magnússon, sem átti bílana tíu sem brunnu í Vogum á sunnudagsmorgun, gæti átt á hættu að missa barina Café Oliver, Barinn og Q-bar, sem hann keypti í sumar fyrir rúmar 200 milljónir. Ástæðan er sú að hann er í vandræðum með að uppfylla kaupsamning vegna Café Oliver. Í kaupsamningnum vegna kaupanna á Café Oliver skuldbatt Ragnar sig til að greiða tugmilljóna hluta af verðinu með eignarhluta í 11 raðhúsum í Laxatungu í Mosfellsbæ. Nú er staðan hins vegar þannig að Ragnar hefur misst húsin í hendur þess sem byggði þau vegna þess að hann gat ekki staðið skil á greiðslum. Þegar hefur verið rift samningi á sex húsum af sautján, það er þeim sem eru fokheld. Kaupsamningnum hinna húsanna ellefu verður síðan rift þegar þau eru orðin fokheld. Bjarni Tómasson verktaki, sem byggir raðhúsin við Laxatungu, staðfesti í samtali við Vísi að þetta væri raunin. "Fyrst stóð Ragnar við allt sitt en þegar húsin voru fokheld þá gat hann ekki borgað umsamda greiðslu. Það var því ekkert annað í stöðunni en að rifta samningnum. Það er synd því Ragnar er góður drengur," segir Bjarni. Þessi staða gerir það að verkum að Ragnar þarf að finna aðrar leiðir til að standa við kaupsamninginn varðandi Cafe Oliver. Um er að ræða verulegar fjárhæðir sem hlaupa á tugum milljóna samkvæmt heimildum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir né heldur fyrrum eigendur Oliver.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira