Innlent

Sprautufíklar hreinsa nálar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum

Breki Logason skrifar
Sprautufíklar hreinsa sprautur sínar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum á höfuðborgarsvæðinu.
Sprautufíklar hreinsa sprautur sínar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum á höfuðborgarsvæðinu.

Starfsmenn sem vinna við þrif í verslunarmiðstöðvum hafa orðið varir við að fíkniefnaneytendur hafi stungið nálum upp í klósettrúllur á almenningssalernum. Þannig hafi þeir hreinsað þær og skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum.



Lögreglumaður fór með fíkniefnahund í verslunarmiðstöð í borginni fyrir skömmu. Þar fór hann með hundinn inn á almenningssalerni og veitti hundurinn allavega þremur klósettrúlluhöldurum mikla athygli og var klósettpappír í þeim öllum.

Benti hann öryggisverði á og sem svaraði því til að starfsmenn sem vinna við þrif hafi ítrekað fundið notaðar sprautur og nálar á klósettunum eftir fíkniefnaneytendur. Hann sagði einnig að nokkur tilfelli hefðu komið upp þar sem fíkniefnaneytendur hefðu stungið nálunum upp í gegnum klósettrúllurnar til að hreinsa þær, eftir að hafa sprautað sig, og þannig skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum.



Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa tilfelli sem þessi komið upp á fleiri en einum stað undanfarið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×