Töfrandi bæjarstemning 21. júlí 2007 02:30 Leó Bremond Óliversson svipaði mikið til galdrastráksins Harry Potter, þar sem hann beið þolinmóður fyrir utan Mál og menningu. Hann hafði ekki lesið allar bækurnar, enda einungis átta ára gamall, en er sérlegur aðdáandi myndanna. fréttablaðið/rósa Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. Fyrir utan verslunina Nexus við Hverfisgötu hafði starfsfólk slegið upp tjöldum til að vernda hópinn gegn rigningarúða. Um eiginlega röð var því ekki að ræða, en aðdáendur voru í staðinn númeraðir. Dagmar Ríkharðsdóttir var þar fremst í flokki, en hún kom sér fyrir klukkan 18 á fimmtudagskvöldi, vopnuð svefnpoka. Hópurinn var sammála um að stemningin í röðinni væri aðalaðdráttaraflið. „Þetta er líka síðasta tækifærið til að gera eitthvað svona, það er mjög ólíklegt að það gerist aftur að það byggist upp svona tíu ára stemning,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir. texti fylgir Eftir stutta könnun kom í ljós að Halla Halldórsdóttir átti væntanlega metið í lestri á Harry Potter. „Ég held ég hafi lesið fyrstu bókina svona tuttugu sinnum. En svo fækkar skiptunum eftir því sem bækurnar verða lengri,“ sagði Halla. Guðni Teitur Björgvinsson, fremsti maður í röðinni við verslun Máls og menningar á Laugavegi, tók sér stöðu um sexleytið í gærmorgun ásamt Tómasi Valgeirssyni. Guðni gerðist svo frægur að bera sigur úr býtum í keppni sem haldin var fyrir nokkrum árum, þar sem leitað var að tvífara Harry Potter. „Það var þegar ég hafði hár,“ sagði hann sposkur. Þeir Guðni og Tómas voru á sama máli um það að stemningin skipti öllu máli. „Þetta er svo mikið „the end of an era“ að maður verður einhvern veginn að tilheyra þessu á einn eða annan hátt,“ sagði Tómas. texti fylgir Leó Bremond Óliverson hafði setið í röð í um klukkutíma, í fylgd stóru systur sinnar, Ölmu, þegar blaðamann bar að garði. Hann var sigurstranglegur í búningakeppninni sem Mál og menning stóð fyrir í gær, enda klæddur sem galdrastrákurinn sjálfur. Leó, sem er átta ára, var ekki búinn að lesa allar bækurnar. „En ég er búinn að sjá allar myndirnar, nema þessa síðustu,“ sagði Leó, sem kvaðst þó ætla að lesa síðustu bókina upp á eigin spýtur. texti fylgir Leó fékk dálitla aðstoð við gerð búningsins. „Mamma mín er að vinna í búð sem heitir Kisan, og það er ein sem er að vinna með henni sem gerði þetta,“ útskýrði hann. Leó virtist ákveðinn í því að bíða fram á kvöld, þó að stóra systir hans tæki í aðeins annan streng. „Við erum ekki alveg viss,“ sagði Alma. Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. Fyrir utan verslunina Nexus við Hverfisgötu hafði starfsfólk slegið upp tjöldum til að vernda hópinn gegn rigningarúða. Um eiginlega röð var því ekki að ræða, en aðdáendur voru í staðinn númeraðir. Dagmar Ríkharðsdóttir var þar fremst í flokki, en hún kom sér fyrir klukkan 18 á fimmtudagskvöldi, vopnuð svefnpoka. Hópurinn var sammála um að stemningin í röðinni væri aðalaðdráttaraflið. „Þetta er líka síðasta tækifærið til að gera eitthvað svona, það er mjög ólíklegt að það gerist aftur að það byggist upp svona tíu ára stemning,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir. texti fylgir Eftir stutta könnun kom í ljós að Halla Halldórsdóttir átti væntanlega metið í lestri á Harry Potter. „Ég held ég hafi lesið fyrstu bókina svona tuttugu sinnum. En svo fækkar skiptunum eftir því sem bækurnar verða lengri,“ sagði Halla. Guðni Teitur Björgvinsson, fremsti maður í röðinni við verslun Máls og menningar á Laugavegi, tók sér stöðu um sexleytið í gærmorgun ásamt Tómasi Valgeirssyni. Guðni gerðist svo frægur að bera sigur úr býtum í keppni sem haldin var fyrir nokkrum árum, þar sem leitað var að tvífara Harry Potter. „Það var þegar ég hafði hár,“ sagði hann sposkur. Þeir Guðni og Tómas voru á sama máli um það að stemningin skipti öllu máli. „Þetta er svo mikið „the end of an era“ að maður verður einhvern veginn að tilheyra þessu á einn eða annan hátt,“ sagði Tómas. texti fylgir Leó Bremond Óliverson hafði setið í röð í um klukkutíma, í fylgd stóru systur sinnar, Ölmu, þegar blaðamann bar að garði. Hann var sigurstranglegur í búningakeppninni sem Mál og menning stóð fyrir í gær, enda klæddur sem galdrastrákurinn sjálfur. Leó, sem er átta ára, var ekki búinn að lesa allar bækurnar. „En ég er búinn að sjá allar myndirnar, nema þessa síðustu,“ sagði Leó, sem kvaðst þó ætla að lesa síðustu bókina upp á eigin spýtur. texti fylgir Leó fékk dálitla aðstoð við gerð búningsins. „Mamma mín er að vinna í búð sem heitir Kisan, og það er ein sem er að vinna með henni sem gerði þetta,“ útskýrði hann. Leó virtist ákveðinn í því að bíða fram á kvöld, þó að stóra systir hans tæki í aðeins annan streng. „Við erum ekki alveg viss,“ sagði Alma.
Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira