Ógöngur Vilhjálms borgarstjóra 9. október 2007 11:21 Gamli góði Villi hefur ekki verið nógu var um sig. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Nú eru um 500 dagar liðnir frá síðustu sveitastjórnarkosningum og hefur hann staðið að fjölmörgum umdeildum verkefnum. Á meðal þeirra er að gera útigangsmenn að nágrönnum leikskólabarna og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20 milljónir króna á silfurfati.Nágranninn Villi VillVilhjálmur úthýsti Háspennu, sem rekur fjárhættuspilakassa, úr Mjóddinni á þeim forsendum að hann vildi ekki að fyrirtækið væri með starfsemi í fjölskylduhverfi. Vilhjálmur býr skammt frá Mjóddinni. Hann lét borgina því kaupa húsnæðið sem fasteignafélag tengt Háspennu átti fyrir 92 miljónir króna. Til viðbótar fékk Háspenna afhenta glæsilega einbýlishúsalóð við Starhaga sem Vilhjálmur sagði vera 30 milljóna króna virði. Kjartan Magnússon, samherji Vilhjálms í borgarstjórn, gagnrýndi þessar ákvarðanir borgarstjóra.Reiknikúnstnerinn Villi VillEigendur Háspennu græddu milljónir á kostnað borgarbúa.Háspenna seldi lóðina sem borgin lét af hendi fyrir 50 milljónir króna einungis örfáum mánuðum seinna. Vilhjálmur misreiknaði sig því um litlar 20 milljónir á kostnað borgarbúa.Upplýsingafulltrúinn Villi VillVilhjálmur ákvað að staðsetja heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu. Langflestir íbúar í götunni fengu fyrstu fréttir um málið þegar Fréttablaðið skýrði frá því. Fjölmargar barnafjölskyldur eru í götunni og þar er starfræktur leikskóli.Forvarnarfulltrúinn Villi VillBorgin og lögreglan hafa staðið saman að bættri menningu í Reykjavíkurborg.Lögreglan og Reykjavíkurborg ákváðu að skera upp herör gegn ómenningu í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan með því að fjölga mönnum á vakt um helgar. Vilhjálmur með því að stinga upp á að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja kaldan bjór í stykkjatali.Hinn staðfasti Villi VillÞegar Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta í borgarstjórn gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Alfreð Þorsteinsson stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur fyrir áhættufjárfestingar á vegum fyrirtækisins, meðal annars með stofnun Línu.net. Eitt af fyrstu verkefnum Sjálfstæðisflokksins í meirihluta var að stofna fyrirtækið Reykjavík Energy Invest, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, sem hefur það að markmiði að stunda áhættufjárfestingar á sviði orkuiðnaðar.Reykásinn Villi VillDagar Hauks Leóssonar, sem stjórnarformanns Orkuveitunnar, verða senn taldir.Þegar samruni Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy hafði siglt í öngstræti, meðal annars vegna himinhárra kaupréttasamninga til handa völdum gæðingum, leysti Vilhjálmur málið með því að reka vin sinn, Hauk Leósson úr embætti stjórnarformanns Orkuveitunnar. Vilhjálmur stóð að skipun Hauks Leóssonar vegna þess að hann vildi fá fagmann að stjórn fyrirtækisins. Haukur var hins vegar rekinn til að hægt væri að koma að pólitíkus í embættið.Fjölskyldumaðurinn Villi VillVilhjálmur seldi sex daga gömlu fyrirtæki bróður síns, Svans Vilhjálmssonar, eftirsótta lóð borgarinnar við Fiskislóð í Reykjavík á spottprís í maí á þessu ári. Þá réð hann líka frænda sinn, Vilhjálm Skúlason, í góða stöðu hjá Reykjavík Energy Invest. Vilhjálmur starfaði áður sem verslunarstjóri hjá Tékk - Kristal. Hinar mörgu hliðar Villa VillBorgin samdi við hjúkrunarheimilið Eir um byggingu þjónustuíbúða og félagsmiðstöðvar fyrir aldraða án þess að bjóða verkið út. Minnihlutinn í borgarstjórn vildi formlegt útboð. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri er stjórnarformaður í Eir. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Nú eru um 500 dagar liðnir frá síðustu sveitastjórnarkosningum og hefur hann staðið að fjölmörgum umdeildum verkefnum. Á meðal þeirra er að gera útigangsmenn að nágrönnum leikskólabarna og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20 milljónir króna á silfurfati.Nágranninn Villi VillVilhjálmur úthýsti Háspennu, sem rekur fjárhættuspilakassa, úr Mjóddinni á þeim forsendum að hann vildi ekki að fyrirtækið væri með starfsemi í fjölskylduhverfi. Vilhjálmur býr skammt frá Mjóddinni. Hann lét borgina því kaupa húsnæðið sem fasteignafélag tengt Háspennu átti fyrir 92 miljónir króna. Til viðbótar fékk Háspenna afhenta glæsilega einbýlishúsalóð við Starhaga sem Vilhjálmur sagði vera 30 milljóna króna virði. Kjartan Magnússon, samherji Vilhjálms í borgarstjórn, gagnrýndi þessar ákvarðanir borgarstjóra.Reiknikúnstnerinn Villi VillEigendur Háspennu græddu milljónir á kostnað borgarbúa.Háspenna seldi lóðina sem borgin lét af hendi fyrir 50 milljónir króna einungis örfáum mánuðum seinna. Vilhjálmur misreiknaði sig því um litlar 20 milljónir á kostnað borgarbúa.Upplýsingafulltrúinn Villi VillVilhjálmur ákvað að staðsetja heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu. Langflestir íbúar í götunni fengu fyrstu fréttir um málið þegar Fréttablaðið skýrði frá því. Fjölmargar barnafjölskyldur eru í götunni og þar er starfræktur leikskóli.Forvarnarfulltrúinn Villi VillBorgin og lögreglan hafa staðið saman að bættri menningu í Reykjavíkurborg.Lögreglan og Reykjavíkurborg ákváðu að skera upp herör gegn ómenningu í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan með því að fjölga mönnum á vakt um helgar. Vilhjálmur með því að stinga upp á að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja kaldan bjór í stykkjatali.Hinn staðfasti Villi VillÞegar Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta í borgarstjórn gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Alfreð Þorsteinsson stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur fyrir áhættufjárfestingar á vegum fyrirtækisins, meðal annars með stofnun Línu.net. Eitt af fyrstu verkefnum Sjálfstæðisflokksins í meirihluta var að stofna fyrirtækið Reykjavík Energy Invest, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, sem hefur það að markmiði að stunda áhættufjárfestingar á sviði orkuiðnaðar.Reykásinn Villi VillDagar Hauks Leóssonar, sem stjórnarformanns Orkuveitunnar, verða senn taldir.Þegar samruni Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy hafði siglt í öngstræti, meðal annars vegna himinhárra kaupréttasamninga til handa völdum gæðingum, leysti Vilhjálmur málið með því að reka vin sinn, Hauk Leósson úr embætti stjórnarformanns Orkuveitunnar. Vilhjálmur stóð að skipun Hauks Leóssonar vegna þess að hann vildi fá fagmann að stjórn fyrirtækisins. Haukur var hins vegar rekinn til að hægt væri að koma að pólitíkus í embættið.Fjölskyldumaðurinn Villi VillVilhjálmur seldi sex daga gömlu fyrirtæki bróður síns, Svans Vilhjálmssonar, eftirsótta lóð borgarinnar við Fiskislóð í Reykjavík á spottprís í maí á þessu ári. Þá réð hann líka frænda sinn, Vilhjálm Skúlason, í góða stöðu hjá Reykjavík Energy Invest. Vilhjálmur starfaði áður sem verslunarstjóri hjá Tékk - Kristal. Hinar mörgu hliðar Villa VillBorgin samdi við hjúkrunarheimilið Eir um byggingu þjónustuíbúða og félagsmiðstöðvar fyrir aldraða án þess að bjóða verkið út. Minnihlutinn í borgarstjórn vildi formlegt útboð. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri er stjórnarformaður í Eir.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira