Ógöngur Vilhjálms borgarstjóra 9. október 2007 11:21 Gamli góði Villi hefur ekki verið nógu var um sig. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Nú eru um 500 dagar liðnir frá síðustu sveitastjórnarkosningum og hefur hann staðið að fjölmörgum umdeildum verkefnum. Á meðal þeirra er að gera útigangsmenn að nágrönnum leikskólabarna og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20 milljónir króna á silfurfati.Nágranninn Villi VillVilhjálmur úthýsti Háspennu, sem rekur fjárhættuspilakassa, úr Mjóddinni á þeim forsendum að hann vildi ekki að fyrirtækið væri með starfsemi í fjölskylduhverfi. Vilhjálmur býr skammt frá Mjóddinni. Hann lét borgina því kaupa húsnæðið sem fasteignafélag tengt Háspennu átti fyrir 92 miljónir króna. Til viðbótar fékk Háspenna afhenta glæsilega einbýlishúsalóð við Starhaga sem Vilhjálmur sagði vera 30 milljóna króna virði. Kjartan Magnússon, samherji Vilhjálms í borgarstjórn, gagnrýndi þessar ákvarðanir borgarstjóra.Reiknikúnstnerinn Villi VillEigendur Háspennu græddu milljónir á kostnað borgarbúa.Háspenna seldi lóðina sem borgin lét af hendi fyrir 50 milljónir króna einungis örfáum mánuðum seinna. Vilhjálmur misreiknaði sig því um litlar 20 milljónir á kostnað borgarbúa.Upplýsingafulltrúinn Villi VillVilhjálmur ákvað að staðsetja heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu. Langflestir íbúar í götunni fengu fyrstu fréttir um málið þegar Fréttablaðið skýrði frá því. Fjölmargar barnafjölskyldur eru í götunni og þar er starfræktur leikskóli.Forvarnarfulltrúinn Villi VillBorgin og lögreglan hafa staðið saman að bættri menningu í Reykjavíkurborg.Lögreglan og Reykjavíkurborg ákváðu að skera upp herör gegn ómenningu í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan með því að fjölga mönnum á vakt um helgar. Vilhjálmur með því að stinga upp á að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja kaldan bjór í stykkjatali.Hinn staðfasti Villi VillÞegar Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta í borgarstjórn gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Alfreð Þorsteinsson stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur fyrir áhættufjárfestingar á vegum fyrirtækisins, meðal annars með stofnun Línu.net. Eitt af fyrstu verkefnum Sjálfstæðisflokksins í meirihluta var að stofna fyrirtækið Reykjavík Energy Invest, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, sem hefur það að markmiði að stunda áhættufjárfestingar á sviði orkuiðnaðar.Reykásinn Villi VillDagar Hauks Leóssonar, sem stjórnarformanns Orkuveitunnar, verða senn taldir.Þegar samruni Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy hafði siglt í öngstræti, meðal annars vegna himinhárra kaupréttasamninga til handa völdum gæðingum, leysti Vilhjálmur málið með því að reka vin sinn, Hauk Leósson úr embætti stjórnarformanns Orkuveitunnar. Vilhjálmur stóð að skipun Hauks Leóssonar vegna þess að hann vildi fá fagmann að stjórn fyrirtækisins. Haukur var hins vegar rekinn til að hægt væri að koma að pólitíkus í embættið.Fjölskyldumaðurinn Villi VillVilhjálmur seldi sex daga gömlu fyrirtæki bróður síns, Svans Vilhjálmssonar, eftirsótta lóð borgarinnar við Fiskislóð í Reykjavík á spottprís í maí á þessu ári. Þá réð hann líka frænda sinn, Vilhjálm Skúlason, í góða stöðu hjá Reykjavík Energy Invest. Vilhjálmur starfaði áður sem verslunarstjóri hjá Tékk - Kristal. Hinar mörgu hliðar Villa VillBorgin samdi við hjúkrunarheimilið Eir um byggingu þjónustuíbúða og félagsmiðstöðvar fyrir aldraða án þess að bjóða verkið út. Minnihlutinn í borgarstjórn vildi formlegt útboð. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri er stjórnarformaður í Eir. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Nú eru um 500 dagar liðnir frá síðustu sveitastjórnarkosningum og hefur hann staðið að fjölmörgum umdeildum verkefnum. Á meðal þeirra er að gera útigangsmenn að nágrönnum leikskólabarna og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20 milljónir króna á silfurfati.Nágranninn Villi VillVilhjálmur úthýsti Háspennu, sem rekur fjárhættuspilakassa, úr Mjóddinni á þeim forsendum að hann vildi ekki að fyrirtækið væri með starfsemi í fjölskylduhverfi. Vilhjálmur býr skammt frá Mjóddinni. Hann lét borgina því kaupa húsnæðið sem fasteignafélag tengt Háspennu átti fyrir 92 miljónir króna. Til viðbótar fékk Háspenna afhenta glæsilega einbýlishúsalóð við Starhaga sem Vilhjálmur sagði vera 30 milljóna króna virði. Kjartan Magnússon, samherji Vilhjálms í borgarstjórn, gagnrýndi þessar ákvarðanir borgarstjóra.Reiknikúnstnerinn Villi VillEigendur Háspennu græddu milljónir á kostnað borgarbúa.Háspenna seldi lóðina sem borgin lét af hendi fyrir 50 milljónir króna einungis örfáum mánuðum seinna. Vilhjálmur misreiknaði sig því um litlar 20 milljónir á kostnað borgarbúa.Upplýsingafulltrúinn Villi VillVilhjálmur ákvað að staðsetja heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu. Langflestir íbúar í götunni fengu fyrstu fréttir um málið þegar Fréttablaðið skýrði frá því. Fjölmargar barnafjölskyldur eru í götunni og þar er starfræktur leikskóli.Forvarnarfulltrúinn Villi VillBorgin og lögreglan hafa staðið saman að bættri menningu í Reykjavíkurborg.Lögreglan og Reykjavíkurborg ákváðu að skera upp herör gegn ómenningu í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan með því að fjölga mönnum á vakt um helgar. Vilhjálmur með því að stinga upp á að Vínbúðin í Austurstræti hætti að selja kaldan bjór í stykkjatali.Hinn staðfasti Villi VillÞegar Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta í borgarstjórn gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Alfreð Þorsteinsson stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur fyrir áhættufjárfestingar á vegum fyrirtækisins, meðal annars með stofnun Línu.net. Eitt af fyrstu verkefnum Sjálfstæðisflokksins í meirihluta var að stofna fyrirtækið Reykjavík Energy Invest, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, sem hefur það að markmiði að stunda áhættufjárfestingar á sviði orkuiðnaðar.Reykásinn Villi VillDagar Hauks Leóssonar, sem stjórnarformanns Orkuveitunnar, verða senn taldir.Þegar samruni Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy hafði siglt í öngstræti, meðal annars vegna himinhárra kaupréttasamninga til handa völdum gæðingum, leysti Vilhjálmur málið með því að reka vin sinn, Hauk Leósson úr embætti stjórnarformanns Orkuveitunnar. Vilhjálmur stóð að skipun Hauks Leóssonar vegna þess að hann vildi fá fagmann að stjórn fyrirtækisins. Haukur var hins vegar rekinn til að hægt væri að koma að pólitíkus í embættið.Fjölskyldumaðurinn Villi VillVilhjálmur seldi sex daga gömlu fyrirtæki bróður síns, Svans Vilhjálmssonar, eftirsótta lóð borgarinnar við Fiskislóð í Reykjavík á spottprís í maí á þessu ári. Þá réð hann líka frænda sinn, Vilhjálm Skúlason, í góða stöðu hjá Reykjavík Energy Invest. Vilhjálmur starfaði áður sem verslunarstjóri hjá Tékk - Kristal. Hinar mörgu hliðar Villa VillBorgin samdi við hjúkrunarheimilið Eir um byggingu þjónustuíbúða og félagsmiðstöðvar fyrir aldraða án þess að bjóða verkið út. Minnihlutinn í borgarstjórn vildi formlegt útboð. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri er stjórnarformaður í Eir.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira