Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Sighvatur Jónsson skrifar 30. júlí 2007 19:02 Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á. Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á.
Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira