Innlent

Bylting í heyskap

Bændur á Suðurlandi eru sumir farnir að ráða verktaka í heyskapinn. Mikill sparnaður, segir bóndinn á Heiði í Biskupstungum.

Svo gæti farið að hvítu heybaggarúllurnar sem liggja víða um tún landsins hyrfu á næstu árum - að minnsta kosti ef verktakar á borð við þá Sigurð Ágústsson í Birtingaholti og Davíð Ingvason fá að ráða. Í vor stofnuðu þeir fyrirtæki, fjárfestu í stórvirkum vélum, meðal annars svokölluðum múgsaxa sem saxar nýslegið grasið, blæs því upp í vagna og þaðan er þeim ekið í flatgryfjur. Í stað þess að rúlla grasinu öllu upp í dýrt rúllubaggaplastið er því sturtað ofan á svart plast, síðan er þjappað og þegar slætti lýkur er plastinu lokað og net lagt yfir. Einn sem fréttastofa ræddi við í dag - segir þetta byltingu fyrir bændur.

Áður voru menn að slá 2-3 hektara á klukkutímann, segir Davíð, en í dag eru þeir að slá upp undir tíu á tímann. Davíð segir þetta borga sig fyrir bændur. Og bóndinn á Heiði er hjartanlega sammála því að þetta borgi sig fyrir hann. Áður tók það hann viku að heyja 30 hektara, nú tekur það tíu tíma.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×