Lífið

Skaut vaktstjóra á Wendy's vegna chilisósudeilu

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Það er hættulegra en það virðist að vinna í bílalúgu
Það er hættulegra en það virðist að vinna í bílalúgu MYND/Joe Raedle
Vaktstjóri á Wendy's veitingastað á Miami var skotinn ítrekað í handlegginn eftir að hann neitaði að gefa viðskiptavini aukaskammt af chili-sósu.

Viðskiptavinurinn lenti í hávaðarifrildi við starfmann í bílalúgu af því hann vildi meiri chili-sósu með máltíðinni. Maðurinn heimtaði fyrst tíu pakka af sósunni og starfsmaðurinn varð við því. Þetta dugði manninum þó ekki og þegar hann krafðist fleiri sósupakka náði starfsmaðurinn í vaktstjóra.

Vaktstjórinn útskýrði að stefna veitingastaðarins væri að gefa ekki fleiri en þrjá pakka af sósu með hverri pöntun. Styggðist viðskiptavinurinn þá enn frekar og skaut vaktstjórann ítrekað í handlegginn að sögn Mary Walter talsmanns lögreglunnar í Miama-Dade sýslu.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og er hann ekki lífshættulega særður.

Viðskiptavinurinn flúði hinsvegar af vettvangi með kvenkyns farþega og 10 chilisósu-pakka hið minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×