Innlent

Hræðilegar myndir af misþyrmingu hests

Sjónvarpsþættinum Kompás hafa borist ógnvekjandi myndir af illri meðferð á íslensku hrossi. Það sem virðist vera tamningamaður lemur hrossið ítrekað í kvið og andlit.

Lára Ómarsdóttir, ritstjórnarmeðlimur Kompás, segir að reynt verði að komast að því í þættinum á sunnudagskvöldið hvort um einsdæmi sé að ræða eða þekkta tamningaaðferð.

„Það lítur út fyrir að maðurinn sé að reyna að temja hestinn með því að berja hann ítrekað í andlit og kvið," segir Lára.

Einnig verður fjallað um Norður Úganda í þættinum þar sem börnum er rænt, nauðgað og þau neydd í hernað. Og við fáum að sjá þegar hjálpartæki frá MND-félaginu á Íslandi berast til Mongólíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×