Innlent

Ökumaður svo drukkinn að ekki var hægt að taka skýrslu

Maðurinn hefur áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs.
Maðurinn hefur áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs. MYND/Haraldur

Ökumaður, sem mældist á hátt í tvö hundruð kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í nótt, reyndist svo drukkinn þegar hann náðist að ekki var hægt að taka af honum skýrslu. Hann var því vistaður í fangageymslu í nótt. Auk þess hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs.

Lögreglumenn sáu hann koma á mikilli ferð upp úr Hvalfjarðargöngum og hófu eftirför. Þegar þeir voru á 150 kílómetra hraða höfðu þeir hvergi nærri við ökumanninum og var búið að senda lögreglulið til móts við manninn, þegar hann nam loks staðar við Álsnes, og var handtekinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×