Erlent

Fullur í ræðustól þings

Hægt er að kaupa sér áfengi í matsal norska þingsins.
Hægt er að kaupa sér áfengi í matsal norska þingsins.

Norðmenn eru æfir yfir þingmanninum Per Sandberg, sem mætti drukkinn á þing á þriðjudagskvöld. Sandberg hafði drukkið þrjú staup af ákavíti og einn bjór áður en hann steig í ræðupúlt Stórþingsins, að því er fréttavefur Aftenposten greinir frá.

Í gær ræddi hann við lækni og formann Framfaraflokksins og ákvað í kjölfar þess að taka sér frí um óákveðinn tíma. Áður hafði hann sagt að sér fyndist umfjöllunin um málið vera úr öllu hófi.

„Áfengi fæst í veitingasalnum í þinginu og það gerist að þingmenn fái sér einn öl í hádeginu eða kvöldmatnum,“ hefur Aften-posten eftir Sandberg, sem segist alls ekki hafa verið svo drukkinn að það sæist á honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×